Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur nífaldast það magn af þorski sem veitt er og flutt inn til Íslands, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Um 3.129 tonn hafa verið veidd í ár. Aukningin skýrist að mestu leyti af aukinginu á innfluttum ferskum heilum fiski frá Noregi og Þýskalandi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Jón Þrándur stefánsson, yfirmaður greiningar hjá Markó Partners, segir almennt hafi lítið hafa verið flutt inn af hráefni til vinnslu á Íslandi. Því geti stórar landanir haft mikil áhrif á tölfræðina. Hann tekur fram ekki sé hægt að sjá hverjir séu innflytjendur hráefnisins en íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru með starfsemi í Þýskalandi.