Í byrjun árs 2016 voru innflytjendur á Íslandi 31.812 eða 9,6% af mannfjöldanum. Það þýðir að fjölgun hefur orðið á innflytjendum þegar þeir voru 8,9% af landsmönnum eða 29.192. Frá þessu er greint í frétt Hagstofu Íslands.

Fjölgun innflytjenda heldur því áfram en frá 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8% mannfjöldans upp í 9,6%. Sömu sögu er einnig að segja um aðra kynslóð innflytjenda, en þeir fjölguðu úr 3.846 upp í 4.158 nú. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 10,8% af mannfjöldanum og hefur það aldrei verið hærra samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

Hagstofan skilgreinir innflytjenda sem: „[Einstakling] sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent. Einstaklingur sem fæddist erlendis en á foreldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bakgrunn.“

Pólverjar fjölmennastir

Ef að innflytjendum er brotið niður í hópa, þá eru Pólverjar langfjölmennasti hópurinn. Í byrjun ársins voru 37,7% innflytjenda pólskir. Á eftir þeim koma innflytjendur frá Litháen 5,1% og Filippseyjum 4,8%.

Hæst hlutfall á Suðurnesjum

Flestir fyrstu og annars kynslóðar innflytjendur bjuggu á höfuðborgarsvæðinu eða 65,9%. Hins vegar var hlutfall innflytjenda af mannfjölda mest á Suðurnesjum, en þar voru 16% innflytjendur af fyrstu eða annari kynslóð. Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum eða 14,1% mannfjöldans.

801 fengu ríkisborgararétt

Á síðasta ári fengu 801 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt og er það mikil fjölgun frá fyrra ári þegar 595 ríkisborgararétt. AF þeim sem fengu íslenskt ríkisfang voru langflestir með ríkisfang frá Póllandi eða 265 og næst flestir frá Filippseyjum, 74.