Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, er ósammála þeirri skoðun Þorvaldar Gylfasonar að innganga Íslands í Evrópusambandið krefjist ekki breytinga á stjórnarskránni.

„Rökin fyrir breytingu vísa fyrst og fremst til 2. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um þrískiptingu ríkisvaldsins og hver handhafi þar sé æðstur á sínu sviði. Ef það vald er falið einhverjum öðrum og einhver annar tekur bindandi ákvarðanir á þessum sviðum þá er augljóslega farið í bága við 2. greinina,“ segir Björg.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .