Bílaframleiðandinn Kia hefur neyðst til að innkalla nærri 380 þúsund bifreiðar að gerðinni Sportage og Cadenza í Bandaríkjunum vegna galla í rafkerfi.

Gallinn er talinn geta orðið til þess að það gæti komið upp eldur í vélarrými bifreiðanna.  Er um að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á tímabilinu 2017-2021.

Kia hefur einnig neyðst til að innkalla bifreiðar á Kóreumarkaði vegna sama galla. Þrátt fyrir allt hefur ekki verið tilkynnt um bruna, slys eða meiðsli sem rekja má til umrædds galla í rafkerfi, að sögn Kia.