Innlendir lífeyrissjóðir,verðbréfasjóðir og fagfjárfestar eru helstu kaupendur að sértryggðum skuldabréfum Arion banka. Útboði með bréfin lauk á föstudag. Í boði voru sértryggð skuldabréf upp á 2,5 milljarða króna að nafnvirði og bárust tilboð upp á tæpa 8,7 milljarða króna. Því samkvæmt var umframeftirspurning rúmlega 3,5-föld.

Skuldabréfaflokkurinn hefur verið skráði í kauphöllina í Lúxemborg og er stefnt að því að taka hann til viðskipta í Kauphöllinni hér á morgun.

Skuldabréfin bera 3,6% verðtryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2034 en með uppgreiðsluheimild frá og með árinu 2017, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka.