Hinn 70 ára gamli kennari Irv Gordon frá Long Island í New York á heimsmetið í akstri á einu og sama ökutækinu samkvæmt heimsmetabók Guinnes. Hann er stöðugt að bæta metið og vonast nú til að klára 3 milljónir mílna á Volvo P1800 bílnum sínum (rúmlega 4,8 milljón kílómetra) áður en hann verður 73 ára.

Kominn í 2,8 milljón mílur

Hann keypti sér nýjan kirsuberjarauðan Volvo P1800 fyrir 4.150 dollara árið 1966 og fór yfir 2 milljóna mílna markið á Times Squere árið 2002. Nú hefur hann nú ekið bílnum 2,8 milljónir mílna, eða um 4,5 milljónir kílómetra. Það eru því um 200.000 mílur eftir til að nýjasta markmiðinu verði náð.

Falur fyrir dollar á míluna

„Ég stefndi aldrei að því að aka milljónir mílna en ég elska þennan bíl. Ég gerið það enn og  elska það að keyra. Hvers vegna ætti ég þá að hætta?”

Gordon segist þó vel geta hugsað sér að selja bílinn og aðspurður um söluverðið segir hann: „Dollar á hverja mílu.”

Ekur nú „bara” 80 þúsund mílur á ári

The Detroit News greinir frá sögu Gordons og Volvo bílsins hans en kappinn fór lét af störfum sökum aldurs fyrir um rúmum áratug. Hann missti konuna sína fyrir mörgum árum og þar sem fátt er orðið eftir sem tengir hann við New York lengur hefur hann eytt miklum hluta tíma síns í akstur um þjóðvegi landsins á Volvonum sínum.

„Við höfum þó heldur hægt á okkur,” segir Gordon í nýlegu viðtali.

„Í stað þess að keyra að jafnaði um 100.000 mílur á ári (um 160.000 km), ökum við nú að meðaltali um 80.000 mílur. Hann segir að vel geti verið að hann haldi suður á bóginn í hitann innan tíðar eða þegar kólna fer í veðri í New York.

Öndvegis 460 loftkæling

Volvoinn er hvorki með vökvastýri, sjálfskiptingu, aflhemla, rafmagnvindur í rúðum, né nútíma loftkælingu. Það eru því miklu færri hlutir í þessum bíl sem geta bilað en í flestum nýtísku fólksbílum. Gordon segir að bíllinn sé samt búinn öndvegis „460 loftkælingu”, þ.e. fjórir gluggar niður og hraðinn 60 mílur á klukkustund. Stefnir Gordon að því að klára 3 milljónir mílna (4,5 milljónir km) áður en hann verður 73 ára.

Galdurinn er að fara eftir handbókinni

Gordon segir ekkert leyndarmál að baki því að ná svo löngum akstri á Volvonum. Aðalatriðið sé heilbrigð skynsemi. “Lestu eigenda handbókina og farðu eftir því sem þar stendur. Hún er skrifuð af fólki sem veit hvað það er að tala um.”

Gordon  hefur aldrei sleppt því að skipta um olíu á réttu tíma. Þá hefur hann passað upp að víxla dekkjum reglulega og smurt allt sem smyrja á eins og lýst er í handbókinni. Í hvert skipti sem hann tekur bensín athugar hann smurolíuna á vélinni, loftþrýsting í hjólbörðum og allt annað sem þjónustustöðvar bjóða upp á. Hann notar samt ekki nútíma langtíma- gerviefnaolíu (synthetic oil) heldur veðjar á gamaldags jarðefnaolíu.

„Ótölulegur fjöldi risaeðla létu lífið fyrir milljónum ára og gefa nú af sér olíu. Ég tek ofan fyrir þeim. Það sem meira er þessi olía virðist virka.” Gordon vildi því vera viss um að eiga nóg af alvöru smurolíu. Þegar hann frétti af smurþjónustustöð sem var að hætta starfsemi fyrir mörgum árum keypti hann 20 kassa af smurolíu og á enn nokkra eftir.

Hann segir vissulega ýmsa kosti við nútíma hönnun á bílum eins og kerti sem endast auðveldlega 100.000 mílna akstur. Hann bendir þó á að eftir því sem bílarnir verði flóknari þá geti það líka orðið þeirra banamein.