Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengd lán
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengd lán
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Skuldir Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og þær þjóðir sem veittu Íslandi lán í tengslum við aðgerðaáætlun AGS og stjórnvalda nema alls um 577 milljörðum króna. Tæplega helmingur upphæðarinnar er vegna AGS lánsins og eru endurgreiðslur af því láni þegar hafnar. Öðrum lánveitendum, það eru Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Færeyjum og Póllandi, verður endurgreitt á árunum 2013 til 2022.

Endurgreiðslur af höfuðstóli lánsins frá AGS eru þegar hafnar. Samkvæmt greiðsluferli lánsins á heimasíðu AGS var síðast greitt af höfuðstóli lánsins 21. febrúar síðastliðinn. Á þriggja mánaða fresti greiðir seðlabankinn 70 milljónir SDR, jafnvirði um 13,6 milljarða króna. Gjaldeyrisforði bankans mun því fara lækkandi sem því nemur.

Lán AGS verður endurgreitt á árunum 2012 til 2016. Mest er greiðslubyrðin á næsta ári, þegar nærri 390 milljónir SDR verða endurgreiddar. Í þeirri upphæð eru höfuðstólsgreiðslur og vaxtagreiðslur á þriggja mánaða fresti. Vaxtagreiðslur á þessu ári nema um 38 milljónum SDR, jafnvirði um 7,5 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.