Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Bloomberg er Ísland í 28. sæti af þeim 50 löndum sem búa við mesta og besta nýsköpun. Suður-Kórea er í efsta sæti listans, meðan Kazakhstan er í neðsta sæti. Vísitala Íslands er þá 65,96 eða eilitlu hærri en vísitala Portúgals. Vísitala Suður Kóreu er þá 91,3 og vísitala Kasakstan 48,48.

Miðað er við stuðla á borð við hlutfall R&Þ (rannsókna og þróunar) af vergri landsframleiðslu (VLF), hlutfall framleiðslu af VLF, framleiðni þjóðar, fjölda hátæknifyrirtækja á hlutabréfamörkuðum og hlutfall fólks í háskólanámi. Þess að auki er virkni einkaleyfa metin til vísitölunnar, sem og hlutfall fræðimanna sem vinna við rannsóknir

Helst er Ísland metið með góðum niðurstöðum í R&Þ-hlutfalli og hlutfalli fræðimanna, auk þess sem sæmileg virkni er með einkaleyfi á Íslandi miðað við önnur lönd. Hvað varðar framleiðni, hátæknifyrirtæki og framleiðslu er Ísland á meðalgóðum stað, eða í samræmi við 28. sætið á listanum.

Efstu fimm löndin á listanum eru í eftirfarandi röð:

  1. Suður Kórea
  2. Þýskaland
  3. Svíþjóð
  4. Japan
  5. Sviss

Neðstu fimm löndin á listanum eru eftirfarandi (Indland verandi númer 46 og Kasakstan númer 50):

  1. Indland
  2. Túnis
  3. Marokkó
  4. Argentína
  5. Kasakstan