Ísland er í níunda sæti á lista Business Insider yfir heitustu húsnæðismarkaði heims, byggðan á gögnum frá the Global Property Guide. Greint er frá því að meðan að húsnæðisverð hefur lítið hækkað í Bandaríkjunum, hefur evrópski húsnæðismarkaðurinn tekið kipp.

Húsnæðisverð á Íslandi hækkaði um 7,71% milli ára, en aukningin var 7,37% árið 2013. Verð hækkaði um 3,2% frá síðasta ársfjórðungi.

Hér fyrir neðan má sjá hin átta löndin á listanum:

8. Nýja Sjáland

Húsnæðisverð hækkaði um 7,85% milli ára í landinu, en hækkaði um 8,36% árið 2013. Verð hækkaði um 5,85% frá því síðasta ársfjórðungi.

7. Tyrkland

Húsnæðisverð hækkaði um 7,86% milli ára, en jókst um 7,16% árið 2013. Húsnæðisverð hækkaði lítið, eða um 0,03% milli ársfjórðunga. Rekja má hærra húsnæðisverð til aukningar í vergri landsframleiðslu en spáð er því að hún muni aukast um 3,1% á þessu ári, en hún jókst um 2,9% í fyrra.

6. Púertó Ríkó

Húsnæðisverð hækkaði um 7,99% milli ára, en lækkaði um 10,89% árið 2013. Verðið hækkaði um 2,12% frá síðasta ársfjórðungi.

5. Ísrael

Húsnæðisverð hækkaði um 8,26% milli ára en hækkaði um 3,02% árið 2013. Verð jókst um 3,43% frá því á síðasta ársfjórðungi. Eftirspurn eftir húsnæði er að aukast mikið í Ísrael að undanförnu.

4. Svíþjóð

Húsnæðisverð jókst um 8,79% milli ára, en um 5,98% árið 2013. Verð jókst um 2,4% frá síðasta ársfjórðungi. Húsnæðismarkaðurinn er að batna þrátt fyrir lágan hagvöxt í landinu.

3. Eistland

Húsnæðisverð jókst um 9,59% milli ára, en jókst um 20,1% árið 2013. Húsnæðisverð jókst um 3,27% frá síðasta ársfjórðungi. Eistland er því með annan heitasta húsnæðismarkað Evrópu.

2. Hong Kong

Húsnæðisverð jókst um 14,37% milli ára, en lækkaði um 2,27% árið 2013. Verð jókst um 4,28% frá síðasta ársfjórðungi. Hærra húsnæðisverð bendir til þess að hagvöxtur sé að batna í Hong Kong eftir erfiða ársbyrjun 2014.

1. Írland

Húsnæðisverð á Írlandi hækkaði um 17,57% milli ára, en um 7,49% árið 2014. Verðið dróst saman um 1,24% frá því á síðasta ársfjórðungi. Írland er um þessar mundir að upplifa mikinn efnahagsvöxt. Hagvöxtur í landinu er 4,8% og mælist sá hæsti í Evrópu en jókst einungis um 0,17% árið 2013.