ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að taka ekki upp fjórar mismunandi reglugerðir á sama hátt og EES-samningurinn kveður á um.

Reglugerðirnar sem vísað er til eru eftirfarandi.

Tilskipun 2012/46 lagfærir eldri tilskipanir um losun mengandi lofttegunda úr brunahreyflum vélarbúnaðar sem ekki er notaður á vegum, eins og eimskipum og smærri tækjabúnaðar á borð við keðjusagir.

Tilskipun 2012/26 sem miðar að því að bæta heilsuvernd sjúklinga, með umbótum á því að tilkynningar verði fluttar án tafar og að mat á öryggismálum verði betrumbætt.

Tilskipun 2011/62 inniheldur ráðstafanir mót viðskiptum með fölsuð lyf, sem eru allsherjarógn við öryggi og lýðheilsu íbúa aðildarríkis.

Tilskipun 2011/77 varðar lengdan verndartíma höfundarréttar listflytjenda og framleiðenda hljóðrita upp í 70 ár. Þá öðlast þeir sambærilega langa vernd og höfundar listaverka.