Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hefur gert samning við Íslandsbanka um að endurfjármagna 5 milljarða króna innlend og erlend lán félagsins. Íslandsbanki lánar Speli 2 milljarða króna og hefur selt 13 fagfjárfestum skuldabréf fyrir 3 milljarða króna. Spölur notar fjármunina annars vegar til að greiða upp þriggja milljarða króna skuld við bandaríska líftryggingafélagið John Hancock og hins vegar tveggja milljarða króna skuld við íslenska ríkið.

Íslandsbanki býður Speli hagstæðari vaxtakjör en þau sem fyrir eru á eldri lánum félagsins. Endurfjármögnun á lægri vöxtum og lengri greiðslutími lána skapa forsendur fyrir því að lækka verulega veggjald í Hvalfjarðargöngum. Þannig er áætlað að meðaltekjur Spalar af hverjum bíl lækki úr 687 krónum árið 2004 í um 570 krónur árið 2005 sem svarar til 15-20% lækkunar að jafnaði. Viðskiptavinir, sem kaupa í áskrift ferðir fyrir venjulega fjölskyldubíla, njóta mestrar lækkunar veggjalds. Áskrifendur 100 ferða greiða hér eftir 270 krónur fyrir að aka göngin í stað 440 króna, sem er 38% lækkun.

Þegar samið var um Hvalfjarðargöng árið 1996 var gert ráð fyrir að langtímalán Spalar yrðu endurgreidd að fullu 2018-2020. Umferð um göngin hefur frá upphafi verið meiri en áætlað var og tekjur félagsins eru að sama skapi meiri en ráð var fyrir gert. Auknar tekjur leyfðu hraðari greiðslu lána og að óbreyttu hefði Spölur greitt upp allar skuldir sínar 2014-2015. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að nýju lánin verði að fullu greidd árið 2018 og að íslenska ríkið fái göngin afhent skuldlaus í framhaldi af því.

Nýi lánasamningurinn á sér langan aðdraganda. Í maí 2001 samdi Spölur við Íslandsbanka um að kanna möguleika og kostnað við að skuldbreyta lánum félagsins. Ekki reyndist hagkvæmt þá að endurfjármagna lán John Hancock. Gengi íslenskrar krónu var óhagstætt og vextir á fjármagnsmarkaði voru mun hærri en nú.

Vorið 2004 samþykkti stjórn Spalar að taka málið upp á nýjan leik í ljósi þess að skilyrði til endurfjármögnunar voru orðin afar hagstæð á innlendum fjármagnsmarkaði. Vextir á lánum í verðtryggðum krónum voru lægri en um árabil og krónan stóð sterkt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þá lá fyrir að Spölur myndi greiða að fullu skuldir við íslenska lífeyrissjóði fyrir árslok 2004. Stjórn Spalar mat því endurfjármögnunina álitlegan kost og tækifæri til að minnka verulega hlutdeild erlendra gjaldmiðla í krónu var óhagstætt og vextir á fjármagnsmarkaði voru mun hærri en nú segir í tilkynningu félagsins

Vorið 2004 samþykkti stjórn Spalar að taka málið upp á nýjan leik í ljósi þess að skilyrði til endurfjármögnunar voru orðin afar hagstæð á innlendum fjármagnsmarkaði. Vextir á lánum í verðtryggðum krónum voru lægri en um árabil og krónan stóð sterkt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þá lá fyrir að Spölur myndi greiða að fullu skuldir við íslenska lífeyrissjóði fyrir árslok 2004. Stjórn Spalar mat því endurfjármögnunina álitlegan kost og tækifæri til að minnka verulega hlutdeild erlendra gjaldmiðla í lánum félagsins. Það væri ótvíræður ávinningur fyrir félagið að losna við gengisáhættu sem fylgdi því að hafa stóran hluta skulda í erlendum gjaldmiðlum en allar tekjur í íslenskum krónum.

Í október 2004 hreyfði Spölur þeirri hugmynd við fjármálaráðherra að endurfjármagna lán ríkissjóðs og í kjölfarið heimilaði fjármálaráðuneytið uppgreiðslu allra skulda félagsins við ríkið. Á aðalfundi Spalar 16. nóvember 2004 kom fram að stjórn, framkvæmdastjóri og lögmaður félagsins ynnu að því að undirbúa endurskipulagningu lánamála félagsins í heild sinni. Þeirri undirbúningsvinnu lyktaði með því að Spölur óskaði eftir tilboðum fjármálafyrirtækja í endurfjármögnun skuldanna við John Hancock og ríkissjóð. Fimm tilboð bárust og ákveðið var að ganga til samninga við Íslandsbanka. Áður hafði Ríkisendurskoðun staðfest með athugun, að ósk samgönguráðherra, að draga mætti úr vaxtakostnaði Spalar með því að skuldbreyta innlendum og erlendum lánum félagsins. Þetta kom fram í bréfi dagsettu 23. nóvember 2004. Ráðherrann óskaði eftir slíkri athugun í mars 2004 í samræmi við heimild í samningi ríkisins og Spalar.