Íslandsbanki hefur hafið útgáfu á American Express kreditkortum í samstarfi við American Express. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka í dag.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Íslandsbanki sé stærsti kortaútgefandi landsins og að American Express kortið sé góð viðbót við núverandi kortaframboð bankans.

„Útgáfa American Express kortsins er liður í að bjóða viðskiptavinum bankans sífellt betri þjónustu og breiðara vöruúrval. Við hjá Íslandsbanka erum mjög ánægð með að hafa verið valin samstarfsaðili American Express  sem er virt alþjóðlegt fyrirtæki og velur sína samstarfaðila af kostgæfni. Við bjóðum viðskiptavinum okkar aukna þjónustu með því að geta afgreitt American Express kort Íslandsbanka í öllum okkar útibúum," segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður ÍSB korta