90% viðskiptavina Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið. Bankinn hefur tekið upp nýtt ábendingakerfi í þessum tveimur útibúum og þar geta viðskiptavinir gefið einkunn fyrir þá þjónustu sem er veitt. Stefnt er að því að þróa kerfið enn frekar svo bankinn geti fengið endurgjöf frá viðskiptavinum um hvað má betur fara í þjónustu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningunni að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem slík Ofurþjónustuvika hafi verið haldin til að festa góða þjónustumenningu betur í sessi.