Íslandsbanki kemur til með að sjá um hlutafjárútboð á 25-28% hlut í N1 í aðdraganda skráningar félagsins á markað. Skráningin á hlut í N1 er áætluð fyrir lok ársins. Íslandsbanki á 17,4% hlut í N1.

Arion banki mun svo sjá um skráningu hlutabréfanna á markað, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka.

Fram kemur að útboð N1 fari fram í tveimur hlutum. Í A-hluta verður 10% af útgefnu hlutafé N1 boðið til sölu á föstu verðbili. Í B-hluta útboðsins verða 15-18% hlutafjár boðin til sölu með uppboðsfyrirkomulagi. Tilgrein verður lágmarksverð í B-hluta en ekkert hámarksverð.