Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs á milli janúar og febrúar. Íslandsabanki segist gera ráð fyrir svipuðum áhrifum vegna útsala í fyrra. ?

?Á móti útsölum vega hins vegar ýmsir þættir til hækkunar. Eldsneytisverð hefur hækkað frá fyrri mælingu og vísbendingar eru um að matvöruverð muni aftur hækka á milli mánaða. Þá mun kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði aukast talsvert samkvæmt vísitölunni," segir greiningardeildin.

Íbúðaverð lækkaði lítillega um jólin og velta dróst talsvert saman, en greiningardeildin segir nýjustu gögn engu að síður benda til þess að hækkun muni reynast í febrúar á húsnæðislið vísitölu neysluverðs.

Ef spá Íslandsbanka gengur eftir mun verðbólgan mun mælast 4,3% og minnkar úr 4,4%. Áfram verður verðbólgan því yfir efri þolmörkum í markmiði Seðlabankans, sem er 4%, og langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði hans.

?Um er að ræða 22 mánuðinn í röð sem verðbólga reynist umfram markmið bankans. Reikna má með því að verðbólgan muni hjaðna lítillega á næstunni og nálgist efri þolmörkin á ný. Líklegast mun verðbólgan þó vera um eða yfir efri þolmörkunum á næstu mánuðum og reiknum við ekki með að Seðlabankinn nái markmiði sínu á árinu," segir greiningardeildin.

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs þann 10. febrúar næstkomandi.