Íslandsbanki var með mesta veltu í hlutabréfum og skuldabréfum í desember síðastliðnum á nýliðnu ári. Íslandsbanki var með mesta veltu á hlutabréfamarkaði í fyrra með 27,8% á árinu. Samtals nam velta á hlutabréfamarkaði í desember 19,2 milljarðar og velta ársins er 251 milljarðar króna.

Fram kemur í tilkynningu að Íslandsbanki var einnig með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í desember en hlutdeild bankans var 22,2% í mánuðinum. Samtals er hlutdeild Íslandsbanka á skuldabréfamarkaði á árinu 21%. Samtals var velta á skuldabréfamarkaði í nóvember 136 milljarðar og velta ársins nemur 1.822 milljörðum.

Hér að neðan má sjá hlutdeild banka á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði.

Hlutdeild á hlutabréfamarkaði

Hlutdeild á skuldabréfamarkaði