Íslandslax skilaði hagnaði að fjárhæð 15,1 milljón króna á síðasta ári. Er það svipuð niðurstaða og ári áður þegar félagið skilaði 17,3 milljóna hagnaði. Eignir félagsins námu 743 milljónum króna í árslok 2013, en skuldir voru 13 milljónir. Var eigið fé félagsins því 730 milljónir króna í árslok. Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins.

Í stjórn félagsins sitja þeir Aðalsteinn Helgason, Jón Kjartan Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Félagið stundar fiskeldi að Núpum í Ölfusi og er í eigu Samherja.