Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hafa birt samantekt á verklagi félagsins á vef sínum islandssjodir.is. Í tilkynningu segir að þar komi fram þeir ferlar sem fylgt er við fjárfestingar hjá Íslandssjóðum, upplýsingagjöf, áhættustýring og siðareglur sjóðsins.

„Nýjum vef Íslandssjóða er ætlað að auka til muna gegnsæi og upplýsingagjöf til viðskiptavina en þar má auk verklags og reglna finna ítarlegar upplýsingar um fyrirtækið og verðbréfasjóði þess," segir m.a. í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur að uppgjör Íslandssjóða og forvera þeirra hafi allt frá stofnun verið gerð opinber á hálfs árs fresti „og hefur félagið þannig verið í fararbroddi í upplýsingagjöf meðal rekstrarfélaga verðbréfasjóða á Íslandi."