Af 69 löndum þar sem könnuð voru viðhorf gagnvart erlendu vinnuafli eru viðhorf meirihluta í 42 löndum gagnvart því neikvæð. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af Alþjóðlegu Gallup samtökunum.

Meðal Íslendinga sögðust 60% þeirra vera jákvæðir gagnvart erlendu vinnuafli, 19% tóku ekki afstöðu og 21% voru neikvæðir gagnvart erlendu vinnuafli.

Meðal 18 fátækustu þjóða könnunarinnar eru það aðeins þrjár sem telja það neikvætt að fá erlent vinnuafl til landsins. Meðal milliríkra þjóða eru það einungis þrjár þar sem meirihluti er jákvæður gagnvart erlendu vinnuafli og 31 þjóð er neikvæð gagnvart því.

Ríki Evrópusambandsins neikvæðust

Meðal 17 ríkustu þjóða heims eru skiptar skoðanir, en níu þeirra eru jákvæð gagnvart erlendu vinnuafli meðan átta eru neikvæð gagnvart því. Ísland á toppi listans meðal ríkra þjóða ásamt Sádí-Arabíu með jákvæðnisstuðulinn 39. Finnland og Svíþjóð skipta næstu sæti með jákvænisstuðlana 35 og 37. Meirihluti í Danmörku er neikvæður gagnvart erlendu vinnuafli með neikvæðan jákvæðisstuðul upp á -11. Neðst á listanum meðal ríkra þjóða er Belgía með stuðulinn -49.

Þegar einstök svæði í heiminum eru skoðuð mælist neikvæðni gagnvart erlendu vinnuafli mest í löndum Evrópusambandsins þar sem stuðullinn er -21.