1. nóvember næstkomandi mun íslenska efnisveitan Ísflix verða hrint í framkvæmd. Höfuðáhersla verður lögð á íslenska dagskrárgerð og verður hún aðgengileg öllum í gegnum smáforrit, ekki verður innheimt neitt áskriftargjald. Þetta kemur fram á vef Vísi.

Það eru þeir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm, margreyndir fjölmiðlamenn sem standa að baki efnisveitunnar en fyrsti þáttur veitunnar verður þjóðmálaþátturinn Hrafnaþing sem þeir hafa haldið úti um árabil.

Nú þegar er búið að tryggja fjölbreytta dagskrárgerð en streymisveitan mun meðal annars bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp og heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Ásamt því verður boðið upp á þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga og eru þeir því í beinni samkeppni við þjóðmálaþætti eins og Silfrið, Sprengisand og Víglínuna.