Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjórnvöldum erindi varðandi tímalengd nýtingarleyfa bæði á jarðvarma og vatnsföllum.

Fulltrúar ESA telja lagaumhverfi á Íslandi hamla samkeppni. Ísland heyrir undir regluverk ESB í þessum málum en í gildandi vatna- og auðlindalögum hérlendis segir að opinberir aðilar megi að hámarki veita sérleyfi til virkjunar vatnsafls og jarðvarma til 65 ára í senn. Þá hafa sérleyfishafar rétt til viðræðna um framlengingu leigutíma þegar helmingur hans er liðinn.

Þetta er að mati ESA of langt og hamlar þannig gegn eðlilegri samkeppni. Þá telur stofnunin endunýjunarákvæðið veita óréttlætanlegt forskot sérleyfishafa við endurnýjun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.