Íslensk stjórnvöl munu reyna að ná samkomulagi við kröfuhópa ríkisbankanna snemma í næsta mánuði og stefnt verður að því að afnema gjaldeyrishöfin á seinni hluta þessa árs.

Þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra í samtali við Bloomberg fréttaveituna en Gylfi segir jafnframt að kröfuhöfum verði boðið að eignast hluti í bönkunum sem yfirvöld tóku yfir í byrjun október.

Þá hefur Bloomberg eftir Gylfa að takmarkið sé að endurvekja traust á bankakerfinu og koma í veg fyrir áhlaupi á krónuna.

Í umfjöllun Bloomberg um Ísland víkur Gylfi að láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og segir að líkast til sé lánið of stórt og Ísland muni e.t.v. ekki þurfa á allri þeirri upphæð að halda sem ákveðin hafði verið.

Sjá umfjöllun Bloomberg.