?Íslensk stjórnvöld skulda fjármálafyrirtækjum trúverðuga skýringu á því hvers vegna Ísland sé fyrsta lýðræðisríkið á þessari öld til að taka upp gjaldeyrishöft á sama tíma og menn dreymir um að koma hér á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð?,? sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í ræðu sinni á aðalfundi Straums-Burðaráss í dag.

?Hvers vegna þessi skyndilegu sinnaskipti? Satt best að segja þá er allt of mikið i húfi til að menn geti fórnað margra ára uppbyggingu með vanhugsuðum skammtímalausnum,? sagði hann ennfremur.

Í febrúar á þessu ári þrengdu stjórnvöld reglur fjármálafyrirtækja um uppgjör í alþjóðlegri mynt.

?Svo virðist sem stefnu stjórnvalda um aukið frelsi í viðskiptum og minni afskipti ríkisvaldsins til sextán ára sé skyndilega snúið í gagnstæða átt, - án allra skýringa,? sagði Björgólfur Thor.