Fyrra málið sem dómur var kveðinn upp í í dag varðar útboð á olíuviðskiptum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar en útboð á þeim viðskiptum fór fram árið 1996. Tilboð olíufélaganna voru svipuð og var þeim öllum hafnað en síðar kom í ljós að félögin höfðu átt samráð um tilboðsgerðina. Til stóð að Skeljungur héldi viðskiptunum en greiddi öðrum félögum hlutdeild í hagnaðinum. Svipaða sögu er að segja af útboði á olíviðskiptum við lögregluna þar sem félögin höfðu sambærilegt samráð.

Seinna málið sem dómur var kveðinn upp í dag varðar ólögmætt samráð Olíuverslunar Íslands og Skeljungs í viðskiptum Vegagerðarinnar. Í því máli taldi Samkeppniseftirlitið sýnt að olíufélögin hefur átt samráð um tilboð í útboðum fyrir Vegagerðina.