Drykkjavörufyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur tryggt sér dreifingu á vatni undir vörumerkinu Icelandic Glacial í  Benelux-öndunum, þ.e. Hollandi, Lúxemborg og Belgíu. Fyrirtækið M&F Liquor dreifir íslenska vatninu.

Vatninu íslenska er tappað á flöskur í landi Hlíðarenda í Ölfusinu við Þorlákshöfn.

Jón Ólafsson, löngum kenndur við Skífuna en vatnsútflutning síðustu árin, er stjórnarformaður og einn stofnenda vatnsfyrirtækisins. Hann segist í tilkynningu ánægður með samninginn enda hafi fyrirtækið stefnt á að gefa íbúum landanna færi á að smakka á íslenska vatninu.

Vatnið úr Ölfusinu er notað til fleira en beinnar neyslu en franski snyrtivörurisinn Christian Dior notar það jafnframt í framleiðslu sína.