Eftir rólegan föstudag á flestum norrænu mörkuðunum var niðurstaða vikunnar hækkun á helstu vísitölunum, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Í dag hækkaði norska OBX vísitalan um rúm 2,9% og varð til þess að norski hlutabréfamarkaðurinn endaði vikuna um 3,4% yfir opnunargildi vísitölunnar síðastliðinn mánudag. Minna var um hreyfingar á öðrum norrænum mörkuðum í dag en íslenski markaðurinn var sá eini sem lauk vikunni með lækkun," segir greiningardeildin.

Jafnvel þó íslenski markaðurinn hafi endað vikuna með lækkun hækkaði hann mest norræna markaða, eða um 3,7% en norska OBX kemur þar á eftir og hækkaði um 3,4%, líkt og áður hefur verið getið.

?Sænska OMX vísitalan hækkaði um 0,8% í vikunni og danska KFX stóð nánast í stað. Eina lækkun vikunnar varð á finnsku HEX vísitölunni en hún lækkaði um 0,2%. Töluverðar lækkanir hafa hins vegar orðið á öllum norrænu vísitölunum undanfarna 30 daga, flestar lækkað í kringum 10% nema OBX sem hefur lækkað um u.þ.b. 4%," segir greiningardeildin.