Ný ráðherranefnd vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var skipuð á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nefndin mun starfa við og móta vinnu stjórnvalda vegna útgöngunnar.

Lilja Alfreðsdóttir kynnti á blaðamannafundi Gunnar Snorra Gunnarsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sem formann nefndarinnar. Gunnar hefur talsverða reynslu af utanríkismálum, en hann hefur meðal annars verið sendiherra í Belgíu og Kína og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu.

Utanríkisráðherra vildi ekki útloka neina möguleika á fundinum, en taldi hún mikilvægt að tryggja hagsmuni íslenskra fyrirtækja og einstaklinga, í óvissunni sem ríkir.

Flókin og mikilvæg samskipti

Í fréttabréfi frá Utanríkisráðuneytinu leggur Lilja áherslu á að hve miklu leyti lífskjör á Íslandi velta á góðu samskipti við erlendar þjóðir og þá sér í lagi Bretland sem er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands.

Ísland á í flóknu og viðamiklum samskiptum við Breta og því telja stjórnvöld það mikilvægt að undirbúa að minnsta kosti þrjár mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar.

Ljóst er að íslensk stjórnvöld eru því að undirbúna ákveðna vegferð með stofnun ráðherrahópsins - þar sem að hagsmunir Íslands séu útgangspunkturinn.