Íslensku bankarnir eru til umræðu í grein á bresku fjármálasíðunni „This is money“.

Þar segir að bankarnir mæti vaxandi áhyggjum af því að þeir muni lenda í erfiðleikum.

Fjallað er um stöðu íslensku bankanna í Bretlandi, m.a. hvernig þeir hyggist bregðast við hugsanlegum erfiðleikum og hvort þeir séu í stakk búnir til þess að mæta því ef fólk tekur að leysa út sparifé sitt í stórum stíl.

Haft er eftir bankamönnum að breskir sparifjáreigendur hjá íslensku bönkunum þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur.

Í greininni segir m.a. að um 300.000 Bretar hafi sparifjárreikninga hjá íslensku bönkunum og að bankarnir séu duglegir við það að senda frá sér tilkynningar um trygga stöðu sína.

Greinina má lesa hér.