Á síðasta ári fjölgaði íslenskum hótelgestum í Berlín um rúmlega fjörtíu prósent frá árinu 2012 samkvæmt talningum frá ferðamálaráði Berlínar en sá fjöldi stóð í stað í ár. Þetta kemur fram í frétt á Túrista.is .

Þar kemur einnig fram að þýskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,9 prósent frá því á síðasta ári samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Nú er ljóst að ferðum til og frá Þýskalands muni fjölga á næstunni en Airberlin, annað stærsta flugfélag Þýskalands, tilkynnti á dögunum að það myndi auka íslandsflug sitt verulega á næsta ári og mest frá Berlín. Þá mun félagið fljúga hingað sex sinnum í viku frá Tegel flugvelli frá byrjun maí til loka október.