Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að það sé að sönnu skortur á skipum sem geti siglt í gegnum ársgamla ísbreiðu. Nú síðast á ráðstefnunni um norðurslóðir í Reykjavík í liðinni viku hafi þessi staðreynd verið notuð gegn Miðleiðinni svokölluðu milli Asíu og Evrópu. Þau skip sem væru í umferð væru komin til ára sinna, 15-30 ára gömul.

„Allt er þetta rétt. Hins vegar eru slík ísstyrkt stórskip þegar komin á teikniborðið bæði í Kína og Singapúr, að ógleymdri Suður-Kóreu, en öll þessi ríki ætla sér stóra hluti í vöruflutningum og skipasmíðum í tengslum við nýjar siglingaleiðir yfir N-Íshafið. Skipahönnuðir í Noregi sögðu mér fyrir örfáum dögum að það væri ákaflega einfalt að hanna og smíða slík stórskip sem bryddu eins árs gamlan ís, og þyrfti aðallega stál en engar tækninýjungar til.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.