Ítalskir bankar mokað út lánsfé úr sjóðum evrópska seðlabankans síðan í sumar. Bankarnir sóttu sér 41,3 milljarða í júní en voru komnir upp í 111,3 milljarða evra í októberlok. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en bankarnir fengu að láni í byrjun árs. Lántakan hjá evrópska seðlabankanum sýnir hversu mjög aðrir bankar og fjármálastofnair eru treg til að lána Ítölum.

Fimm stærstu bankar landsins, UniCredit SpA, Intesa Sanpaolo, Banca Monte dei Paschi di Siena SpA, Banco Popolare og UBI Banca ScpA, áttu 61% af lánsfjárhæðinni í september, samkvæmt gögnum ítalska seðlabankans og Bloomberg-fréttastofan gerir að umtalsefni.

Stærstu bankar Ítalíu þurfa að standa skil á 88 milljörðum evra á næsta ári og ítalska ríkið að greiða 307 milljarða evra. Upphæðin sem Ítalir þurfa að greiða hefur aldrei verið hærri. Roger Doig, sérfræðingur hjá verðbréfafyrirtækinu Schroders í London, segir í samtali við Bloomberg, Ítala í klemmu, stjórnvöld geti aðeins komið sér undan harkalegri hagræðingu með því að yfirgefa evrusamstarfið. Það þýðir hins vegar að bankarnir muni tapa háum fjárhæðum.

Ítalska ríkið gaf í gær út út skuldabréf upp á 5 milljarða evra til eins árs. Lántökukostnaðurinn var æði hár, tæp 7%, og hefur hann ekki verið meiri í 14 ár. Grikkir, Írar og Portúgalar fóru niður á hnén og óskuðu eftir neyðaraðstoð Evrópusambandsins þegar álagið á skuldið þeirra fóru í svipaðar hæðir.