Snæfell verðlaunajakkinn frá 66°Norður hefur slegið í gegn víða um heim á undanförnum mánuðum og nú hefur jakkinn einnig fengið mjög góðar viðtökur í Japan en fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað ítarlega um jakkann og segja hönnun hans framúrskarandi. Þeir hrósa Neo-shell efninu frá Polartec sem jakkinn er saumaður út en það er vatnshelt og andar betur en önnur vatnsheld efni á markaðnum. Snæfell jakkinn er talinn í  fremstu röð í útivistarfatnaði í heiminum enda hefur hann unnið til fjölda verðlauna erlendis fyrir gæði og hönnun.

„Það er mjög gaman að sjá viðtökurnar sem Snæfell jakkinn er að fá út um allan heim. Hann seldist upp í verslunum Blacks í Bretlandi og sömuleiðis hafa viðtökurnar í Þýskalandi verið frábærar. Það er virkilega ánægjulegt að fá svo þessa umfjöllun í japönskum fjölmiðlum eftir móttökurnar sem jakkinn hefur fengið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum," segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, í tilkynningunni.

Snæfell jakkinn hefur fram að þessu verið í boði í gulum, bláum, rauðum og svörtum lit. Nú bætist grænn við en hann verður í seldur í takmörkuðu upplagi og því er um að gera fyrir þá sem ætla sér að eignast slíkan jakka að gera það áður en hann selst upp.

Hér má sjá afrit úr  japönsku blaði þar sem fjallað er um jakkann.