OPEC-ríkin náðu samkomulagi um að minnka framleiðslu á olíu í gær eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær. Það verður því í fyrsta sinn í 8 ár þar sem að OPEC kveður á um að ríkin dragi saman framleiðslu. Olíuverð hækkaði, dollarinn styrktist talsvert og gengi skuldabréfa hækkaði.

Hrávöruvísitala Bandaríkjanna CLc1 hækkaði um 9% í nótt og olíufatið er nú komið yfir 50 dollara - en það hefur ekki verið hærra síðan í október. Brent-hráolíuvísitalan hækkaði jafnframt um 4 dollara í nótt og hefur ekki verið hærra í sex vikur.

Ef að olíuverð heldur áfram að hækka eftir samkomulag OPEC ríkjanna gæti það haft mikil áhrif á heimshagkerfið segir í greiningu Reuters . Brenthráolíuverð náði 12 ára lágmarki í janúar og var fatið þá á 27 dollara á fatið.

Dollarinn styrktist í nótt og var metinn á 114,83 dollara gegn jeninu en lækkaði svo aftur niður í ríflega 114 dollara gegn jeninu. Evran hélst nokkuð stöðug í viðskiptum eftir að hafa veikst um 0,6% í gær.

Hér má svo sjá helstu tölur á hlutabréfamörkuðum sem opnir voru í nótt:

  • Hlutabréfavísitlan í Ástralíu hækkaði um 0,9%.
  • Japanska Nikkei vísitalan hefur ekki verið hærri í 11 mánuði og hækkaði um 1,12%.
  • MSCI vísitalan sem nær yfir Asíu að Japan undanskildu hækkaði um 0,6%.
  • Hlutabréf í Japan Petroleum Exploration co hækkuðu um 12%.