Krónan hefur heldur veikst það sem af er degi samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Segja má að krónan siglir tiltölulega lygnan sjó þessa dagana, bæði hér og utan landsteinanna. Í rauninni hefur gengi krónu gagnvart evru staðið meira og minna í stað undanfarinn mánuð, um eða rétt innan við 180 kr. evran.

Svipaða sögu má segja um aflandsgengið sem hefur sveiflast í kring um 215 kr. evran á tímabilinu samkvæmt heimildum Viðskiptablasins.

Sérfræðingar á markaði telja að aðstæður í júlí og ágúst hafi verið tiltölulega hagfelldar fyrir krónuna þar sem vaxtagreiðslur til útlendinga eru með minnsta móti og afgangur af þjónustuviðskiptum verulegur vegna erlendra ferðamanna. Þó virðist eftir sem áður að verulegur hluti af útflutningstekjum skili sér ekki yfir í krónuna og þess vegna hafa þessir jákvæðu þættir ekki enn skilað sér í styrkingu hennar.