James Murdoch, sonur ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch, er hættur sem stjórnarformaður bresku blaðaútgáfunnar New Internationa, útgáfuféalgs bresku dagblaðanna Sun og Times. Hann heldur starfi sínu sem rekstrarstjóri fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation.

Murdoch-feðgarnir hafa verið í kastljósi fjölmiðla upp á síðkastið vegna símahlerunarhneykslis blaðamanna hjá breska dagblaðinu News of the World. Starfsemi blaðsins var hætt vegna þessa um mitt síðasta ár. Rannsókn og yfirheyrslur í tengslum við hlerunarmálið standa hins vegar enn yfir.

Paul Connew, fyrrv. ritstjóri New of the World, segir í samtali við BBC í dag uppsögn Murdochs yngri ekki koma sér á óvart.