*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 16. janúar 2019 11:22

Janúarráðstefna Festu í fyrramálið

Miðstöð um samfélagslega ábyrgð heldur morgunráðstefnu í Hörpu í 6. sinn á morgun fimmtudag.

Ritstjórn
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, verður fundarstjóri á ráðstefnunni.
MBL - Kristinn Ingvarsson

Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar verður Janúarráðstefna Festu - miðstðvar um samfélagslega ábyrgð haldin í Silfurbergi Hörpu 8:30 til 12:15.

Fer ráðstefnan nú fram í sjötta sinn, en í ár er hún haldin undir yfirskriftinni „Viðskiptamódel fyrir nýjan veruleika“ og áhersla lögð á nýsköpun með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Ráðstefnan er stærsti viðburður ársins á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar fyrirtækja segir í fréttatilkynningu.

Málefnið er mikilvægt og snýst náttúrlega í grunninn um að gera heiminn að betri stað með því að fyrirtæki sjái hag sínum best borgið í að leggja áherslu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni er þar jafnframt fullyrt. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar og leiðtogar úr atvinnulífinu og fjalla um ávinningin sem hlýst af innleiðingu slíkrar stefnumótunar.

Þar á meðal eru:

 • Kasper Larsen hjá KLS Pureprint sem kynnir reynslu síns fyrirtækis af því að hafa tekið upp markvissa umhverfisvæna stefnu fyrir áratug síðan;
 • Hrefna Sigfinnsdóttir stjórnarformaður IcelandSIF, samtaka sem miða að því að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga;
 • Helga Valfells frá nýsköpunarsjóðnum Crowberry Capital;
 • Oliver Luckett og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Niceland;
 • Sandra Mjöll Jónsdóttir hjá Platome og Florealis;
 • Jóhann Guðmundsson lífeyrissjóði Verslunarmanna;
 • Margrét Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá Arionbanka;
 • Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri, fyrirtækis sem sérhæfir sig í að hjálpa stærri fyrirtækjum að þróa hugbúnaðarlausnir. 

Þá kynnir Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna, niðurstöður nýrrar rannsóknar á viðhorfi landsmanna til samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þar á meðal hvort fólk sé líklegra til að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem eru samfélagslega ábyrg í störfum sínum.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

 • 8.30 Skráning og morgunmatur
 • 9.00 Opnunarávarp: Hrönn Ingólfsdóttir, formaður Festu
 • 09.10 Hvernig stöndum við okkur?: Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna, ræðir niðurstöður rannsóknar um viðhorf landsmanna til samfélagslegrar ábyrgðar íslenskra fyrirtækja.
 • 9.30 Þrjár umræðustofur

A – Ný viðskiptamódel: Hvers konar viðskiptamódel styður við sjálfbærni?
B – Breytingastjórnun: Hvernig á að virkja starfsfólk í innleiðingu á nýju viðskiptamódeli?
C – Ábyrgar fjárfestingar: Ábyrgar fjárfestingar ýta undir sjálfbærni.

 • 11.00 Hlé
 • 11.15 Kasper Larsen, KLS PurePrint: Nýtt viðskiptamódel fyrir nýjan veruleika. Danska prentsmiðjan KLS PurePrint innleiddi nýtt viðskiptamódel með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi til þess koma til móts við nýjar kröfur og nýjan veruleika. Dæmisaga sem íslensk fyrirtæki geta tengt við.
 • 11.45 Hrefna Sigfinnsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF: Ábyrgar fjárfestingar eru mikilvægt hreyfiafl. Hvaða straumar og stefnur eru í ábyrgum fjárfestingum — og hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur?

Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu en ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja, áhrifavöldum um samfélagsábyrðg og öðrum áhugasömum.