Sterkur orðrómur er á kreiki að þriðja stærsta farsímafyrirtæki Japans, Softbank, er í viðræðum um að kaupa meirihluta í bandaríska farsímafyrirtækinu Sprint fyrir um 13 milljarða dollara. Sprint er metið á um 15,1 milljarð dollara og er með um 56 milljónir viðskiptavina.

Orðrómurinn hefur haft jákvæð áhrif á gengi hlutabréfa Sprint sem hafa samtals hækkað um 16%.

Samkvæmt Reuters er Softbank í viðræðum við nokkra banka til að fjármagna tilboð í fyrirtækið. Sérfræðingar telja þetta vera einu leiðina fyrir Softbank til þess að hasla sér völl á bandarískum markaði.