Ríkissaksóknari segir kröfu Gunnars Andersen um að Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurjón Árnason mæti fyrir dóm og beri vitni í máli Gunnars vera áframhald þeirrar viðleytni Gunnars til að sanna hugmyndir sínar um ákveðin viðskipti. Málið snýst hins vegar um brot á þagnarskyldu, sagði ríkissaksóknari.

Saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, sagði að þær hugmyndir Gunnars um að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi reynt að gera Fjármálaeftirlitið tortryggilegt verði ekki sannaðar með því að fá þessi vitni fyrir dóm. Hann sagðist jafnframt ekki vilja koma í veg fyrir vörn ákærða en það yrði þá að tengjast þeim meintu brotum Gunnars sem snúa að broti á þagnarskyldu og bankaleynd.