Viðskiptaráð Íslands stóð í gær fyrir morgunverðarfundi um viðskiptastefnu Evrópusambandsins. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í ávarpsorðum sínum að umræðan um Evrópusambandsaðild hefði tekið stakkaskiptum innan Sjálfstæðisflokksins, og að aðilar vinnumarkaðarins leiddu nú umræðuna.

Grétar Már Sigurðsson sagði hagsmuni Íslendinga vera að breytast hratt og að fiskveiðistjórnunarmálin væru ekki endilega veigamesti þátturinn í þeim. Hann benti á að íslenskur sjávarútvegur gæti haft mikinn hag af auknu frjálsræði með verslun sjávarafurða, ekki síður en tryggum aðgangi að sjálfum veiðunum.

Sjá forsíðufrétt Viðskptablaðsins í dag.