Þjóðarframleiðsla meðal OECD ríkjanna dróst saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi þessa og er þetta í fyrsta skipti í sjö ár sem þjóðarframleiðslan dregst saman.

Þetta kemur fram í hagtölum OECD.

Í Bandaríkjunum dróst þjóðarframleiðsla saman um 0,1% á þriðja ársfjórðungi, sömuleiðis í Japan en þar hafði þjóðarframleiðslan dregist saman um 0,9% á öðrum ársfjórðungi.

Þá dróst þjóðarframleiðsla saman um 0,2% á evrusvæðinu.

Í Þýskalandi, á Ítalíu og á Bretlandi dróst þjóðarframleiðsla saman um 0,5% en í Frakklandi jókst þjóðarframleiðslan um 0,1%. Þannig var Frakkland eina landið þar sem þjóðarframleiðslan jókst.