Danski staðurinn Joe & the Juice var nýverið valinn besta flugvallarkaffihús heims. Þetta var tilkynnt á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni FAB 2013 (Airport Food and Beverage Awards) sem fram fór í Dubai í byrjun október.

Joe & the Juice bar m.a. sigurorð af Starbucks. Joe & the Juice rekur tvo staði á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en í þeirri borg var fyrsti Joe & the Juice staðurinn opnaður fyrir rúmum áratug. Fyrirtækið hefur síðan vaxið hratt og eru staðirnir orðnir um 50 talsins í sex löndum, þar af voru tveir opnaðir hér á landi fyrir skemmstu.

Stofnandi fyrirtækisins er Daninn Kaspar Basse en hann hefur látið þau orð falla í dönskum fjölmiðlum að markmiðið sé að vera með 5.000 Joe & the Juice staði á heimsvísu.