*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 27. maí 2019 10:43

Jóhann nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa

Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins. Hann tekur við af Jóni Helga Péturssyni sem verður aðstoðarforstjóri. Nýtt skipurit hefur verið samþykkt fyrir félagið og verða tekjusviðin fjögur; eignastýring, miðlun, sérhæfðar fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf.

Öll skilyrði fyrir kaupum Íslenskra verðbréfa á Viðskiptahúsinu eru nú uppfyllt og hafa Íslensk verðbréf gengið frá viðskiptunum í samræmi við kaupsamning sem gerður var í desember síðastliðinn. Kaupin ná til allra félaga innan samstæðu Viðskiptahússins sem sinna ráðgjöf og þjónustu, einkum í sjávarútvegi og tengdum greinum.

„Markmiðið með kaupunum er að skapa sérhæft fjármálafyrirtæki í eignastýringu, miðlun og ráðgjöf með sérstöðu í staðsetningu utan höfuðborgarsvæðisins og atvinnulífssérhæfingu. Kaupin hafa í för með sér góðan ávinning fyrir landsbyggðirnar, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa“, segir Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is