Niðurstaða Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings olli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, vonbrigðum. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu á Alþingi en niðurstaða Hæstaréttar er rædd í þingsal.

Jóhanna rakti þá ágalla sem Hæstiréttur benti á í ákvörðun sinni. Hún sagði að ekkert af athugasemdum í niðurstöðu Hæstaréttar hafi verið raunveruleg vandamál við framkvæmd kosninganna, samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneytisins.

Hún sagði ekki koma til greina að hætta við stjórlagaþing. Til greina komi að laga ágalla og kjósa aftur. „Án efa eru fleiri leiðir í stöðunni,“ sagði Jóhanna og sagði að forsætisnefnd muni fara yfir málið og ákvarða næstu skref.