Breska fréttastofan BBC hefur eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra að eignir Landsbankans í Bretlandi muni ná upp í stærstan hluta Icesave skuldanna.

Þá hefur breska blaðið The Daily Telegraph eftir Jóhönnu að eignir Landabankans muni ná upp í 95% Icesave skuldanna.

Þetta kemur fram á vefsíðum fyrrgreindra fjölmiðla en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag er nú unnið að lokadrögum samnings við Breta og Hollendinga vegna Icesave málsins.

Fram kemur á vef BCC að Íslendingar hafi sjö ári til að greiða um 640 milljarða króna. Lánið, sem Íslendingar fengju fyrir greiðslunni, ber samkvæmt forsætisráðherra 5,5% vexti.

Sjá nánar á vef BBC.

Sjá frétt Telegraph.