Jóhannes Kristinsson, kenndur við Fons, á þriðjungshlut í nýstofnaða mjólkurframleiðandanum Vesturmjólk sem hefur hafið framleiðslu og dreifingu á jógúrt. Jóhannes er meðal annars kúabóndi á Þverholtum í Borgarbyggð og á hlutinn í Vesturmjólk í gegnum eignarhaldsfélagið Melrakka ehf. sem er í eigu Norðurárdals sem er að fullu í eigu Banque Havilland samkvæmt fyrirtækjaskrá. Vesturmjólk er í eigu tveggja annarra kúabænda á Vesturlandi, þeirra Bjarna Bærings Bjarnasonar að Brúarreykjum í Borgarbyggð og Axels Oddssonar að Kverngrjóti í Dalabyggð.