Samkvæmt markaðsyfirliti Seðlabankans bíða nú jöklabréf fyrir 190 milljarða króna innlausnar. Þar af eru bréf fyrir tæpa 110 milljarða króna á innlausn nú í febrúar og mars.

Erlendir fjárfestar sem áttu jöklabréf á gjalddaga í janúar virðast ekki hafa keypt ríkisbréf í útboðum ríkissjóðs.

Þess má geta að í ágúst síðastliðnum var talið að útistandandi jöklabréf væru að andvirði 340 milljarða króna.