Hinn mexíkóski Alberto Bailleres var um 240 milljörðum króna efnaðri  meira í lok júnímánaðar en hann var við byrjun mánaðarins. Baillares á ráðandi hlut í námugraftarfyrirtækjunum Industrias Penoles SAB og Fresnillo Plc., en gengi fyrirtækjanna hefur hækkað mjög í verði. Bloomberg segir frá þessu.

Vegna þess hve gengi mexíkóska pesósins hefur lækkað hefur virði námugraftarfyrirtækja Bailleres sem sérhæfa sig í uppgreftri góðmálma og þá helst gulls og silfurs hækkað verulega. Ólga í Evrópu vegna Brexit-málaferla auk hægfara vaxtar bandaríska hagkerfisins hafa þá gert góðmálma verðmætari.

Gengi bréfa Fresnillo hefur þá hækkað 184% og gengi bréfa Penoles um 168% það sem af er ári. Fjárstýringarfyrirtækið BlackRock, það stærsta í heimi, hefur þá selt stöður sínar í fyrirtækunum, í þeim tilgangi að innleysa hagnaðinn af gengishækkununum. Hingað til hefur Bailleres, sem er 84 ára gamall, þó ekki fylgt þeim eftir.