Það hefur eflaust ekki farið framhjá fólki að æ fleiri fyrirtæki eru byrjuð að auglýsa jólavörur og aðrar vörur og þjónustu sem tengjast jólunum fyrr en áður. IKEA hefur í mörg ár tekið jólin snemma og það má frá byrjun október finna jólavörur í versluninni.

„Þetta er í raun orðið þannig að malt og appelsín er ekki bara drukkið með jólamatnum heldur líka þegar verið er að undirbúa jólin, baka smákökur og svo framvegis,“ segir Hörður Harðarson, markaðsmaður hjá Vert markaðsstofu, í samtali við Viðskiptablaðið þegar hann er spurður út í jólatörnina og allt sem henni fylgir í markaðsheiminum. „Það reyna allir að lengja sín sölutímabil, það er í raun eðlilegt enda vill enginn fá alla viðskiptavini sína inn á Þorláksmessu,“ segir Hörður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.