Rannsóknasetur verslunarinnar mun á mánudaginn birta hefðbundna útgáfu þar sem fjallað er um horfur í verslun fyrir þessi jól og tilkynnt verður hver „Jólagjöfin í ár“ er að mati sérskipaðrar dómnefndar. Í nedfndinni sátu Fríður Birna Stefánsdóttir, stjórnarmaður í VR og starfsmaður CCP, Gunnar Lárus Hjálmarsson (sem er betur þekktur sem Dr. Gunni), Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, Hermann Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1 olíufélags, og Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors.

Rannsóknasetrið hefur valið jólagjöf ársins frá árinu 2006. Í fyrra varð spjaldtölva fyrir valinu og þótti mörgum það sérstakt enda slíkar græjur ekki þær ódýrustu. „Það voru margir á móti ákvörðuninni, verkalýðsfólk og fleiri sem vildu drepa meðlimi nefndarinnar,“ segir Dr. Gunni og hlær.

Nánar er fjallað um jólagjöf ársins í Jólagjafahandbók Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.