Það eru engin tíðindi að stór hluti smáverslunar á Íslandi fer fram í desember. Það sem færri gera sér ef til vill ekki grein fyrir er hve lífsnauðsynleg jólaverslunin er fyrir margar verslanir.

Samkvæmt lauslegri athugun Viðskiptablaðsins getur desemberveltan verið 20-50% af heildarársveltu verslana, eftir því hvers eðlis verslunarrekstursinn er. Hjá fataverslunum getur desemberveltan verið um eða yfir 20% heildarveltunnar, en þegar komið er út í gjafa- og skartgripaverslanir getur þetta hlutfall farið yfir 50%.

Langstærstur hluti jólaverslunarinnar fer fram á þremur stöðum, í miðbænum, Kringlunni og Smáralind. Erfiðlega hefur hins vegar reynst að fá nákvæmar tölulegar upplýsingar um fjölda gesta eða veltu á stöðunum þremur í desembermánuði.